Aðgerðaleysi Stjórnvalda mun kosta mörg lítil og meðalstór fyrirtæki lífið

Það er með ólíkindum hvað Stjórnvöld bregðast seint og illa við vanda fyrirtækja á tímum Covid 19. Ef ekki væri fyrir atvinnulífið, þá væri Ríkissjóður ekki til, atvinnulífið er mjólkur-kúin, en hana á bara að svelta heilu hungri. 

80% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil eða meðalstór fyrirtæki og að stórum hluta úti á landsbyggðinni. Eins og staðan er núna, þá eru engir ferðamenn, hvorki innlendir né erlendir. Fólki er ráðlagt að halda sig í höfuðborginni, sökum veirunnar, svo að hún dreifi sér ekki um allt land. 

Einu tillögurnar sem ég hef heyrt um er að styrkja eigi fyrirtækin uppí launakostnað - en hvað um þau sem hafa þurft að skella í lás og sagt upp sínu fólki, með það í huga að endurráða þegar hægt er að hefja starfsemi að nýju?

Hvað með áframhaldandi frystingu lána, það úrræði var alltof stutt - þessi lán duttu aftur inn núna í október, þegar að faraldurinn er í veldisvexti. Ekki er minnst á þau. Sjálf hef ég sótt um áframhaldandi frystingu fram á næsta sumar, en bankinn vill fá rekstraráætlun fyrir 2020 - 2022, hvernig á að gera slíka áætlun í þessu árferði?

Og ástæðan fyrir þeirri kröfu er sú, að yfirvöld hafa ekki farið þess á leit við fjármálastofnanir að framkvæma slíkar frystingar áframhaldandi þar til að sést til lands. Ekkert er talað um að koma lífvænlegum fyrirtækjum í skuldaskjól. Er stefnan þá eignaupptaka???

Það er deginum ljósara að þessi vetur verður ákaflega þungur fyrir ferðaþjónustuaðila, sem og stóran hluta atvinnulífsins í landinu og atvinnuleysi mun aukast enn meir. Ef ekki á að hjálpa fyrirtækjunum til að lifa af veturinn, mun það seinka batanum þegar að storminn lægir. 

Ég kalla eftir raunhæfum aðgerðum fyrir ferðaþjónustuaðila, frystingu lána, að stuðningsláni verði breytt í styrk, ef ekki, þá í þolinmótt fé, lán sem að svipar til hlutdeildarlána sem samþykkt voru á Alþingi á dögunum. Nógu verður íþyngjandi að komast uppúr þessari kreppu, en að eigi að borga til baka þessi stuðningslán á einu ári, eins og þau eru uppsett núna, eiga að vera að fullu uppgreidd á tveimur og hálfu ári. Þarna er Ríkisábyrgðin fyrir fjármálastofnanirnar, en ekki fyrirtækin, bara gálgafrestur, eins og taka eigi fyrirtækin niður eitt af öðru eftir hentisemi þeirra sem valdið hafa. 

Hvar eru efndirnar um alla hjálparpakkana sem að átti að hafa klára, eftir því hvernig framvinda faraldursins yrði. Þetta eru hamfarir á heimsvísu, eiga lítil og meðalstór fyrirtæki að axla ábyrgðina ein af þessum hamförum, erum við ein ábyrg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er bara að hoppa aftur í tímann til áranna þegar öll smáu og meðalstóru voru á harðahlaupum á öllu landinu nema ekki í ferðaþjónustu. Að flytja inn fólk til að blása upp atvinnugrein sem ALLIR vita er mjög svo stopul er sorgarsaga og ber okkur að fara í gang með smáiðnað eins og gert var hér áðurfyrr og allir voru í vinnu. Ég man alveg hvernig þetta var á árunum eftir stríðið þegar skömtun var á öllu mögulegu og sköpunargleðin var rosaleg! Staldra við aðeins og hugsa til BAKA!!

Eyjólfur Jónsson, 19.10.2020 kl. 18:04

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Frysting lána er engin lausn. Eina lausnin á þessum vanda er að hætta kreppunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 22:19

3 Smámynd: G Helga Ingadottir

Frysting lána er jú tímabundin lausn, þar sem að þau eru lengd sem nemur frystingu og þegar og ef ástandið batnar, fyrirtækin rekið sig með eðlilegri hætti, þá geta þau greitt af þeim eins og áður. 

G Helga Ingadottir, 27.10.2020 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband