Atvinnurekendur - GLÆPAMENN OG RUMPULÍÐUR?

Ég get ekki lengur orða bundist. Verð samt að viðurkenna að ég veigra mér við að tjá mig, eins og umræðan er orðin - yfirlýsingar sem hafðar eru í almennu tali, sem að ég flokka sem níð og rangfærslu á staðreyndum. 

Ég rek lítið fyrirtæki úti á landsbyggðinni, sem að telur ca 10 - 12 starfsmenn á háannatíma og er ekki ein um að vera í slíkum rekstri, en á Íslandi eru stærsti hluti fyrirtækja lítil eða meðalstór fyrirtæki. Sólveig Anna í yfirlýsingum sínu, segir atvinnurekendur lifa í vellystingum og lúxuslífi á kostnað láglaunafólks í landinu, við eigum að vaða í seðlum og vera algjörlega ótengd við hvað þetta fólk er að fást við.

Ég er sjálf bara verkalýður, kem úr þannig fjölskyldu og hef aldrei á ævinni fengið feitan launatékka. Stundum skil ég ekki sjálf hvernig við hjónin fórum að því að byggja upp okkar fyrirtæki, en eitt veit ég, að við fórum ekki í frí í 9 ár og því muna börnin okkar vel eftir. Bíóferðir, að fara á veitingastaði eða önnur afþreying sem þurfti að greiða fyrir var í svo miklu lámarki að telja mætti á fingrum annarrar handar ef út í það væri farið, á þessum tíma.  Börnin okkar sem að nú eru öll orðin fullorðin hafa tekið þátt frá unga aldri í þessari uppbyggingu og allri hafa fært sínar fórnir, til að fyrirtæki gæti lifað af, kreppu, eldgos, Covid og öll önnur þau áföll sem að dunið hafa yfir.

Við erum bara venjulegt fólk og við lifum ekki í búblu hins ofurríka. Því svíður þessi umræða, sem er ósanngjörn og ósönn um stóran hluta af þeim sem að hafa farið út í að skapa sér sitt eigið lífsviðurværi. Þau fyrirtæki sem að þessar yfirlýsingar Sólveigar Önnu gætu mögulega átt við eru að stórum hluta í eigu Íslensku Lífeyrissjóðanna og annarra fjárfesta á markaði.

Allir atvinnurekendur eru skyldugir til að greiða mótframlag ofan á laun hvers launþega sem er 11,5% og rennur það inn í hýdd Lífeyrissjóðanna, en er ekki eign launþegans. Fyrir þetta fé sem að Lífeyrissjóðirnir hirða af öllum fyrirtækjum landsins eru þeir að fjárfesta á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis. Segjast þeir vera að fjárfesta í þágu lífeyrissþeganna, en eru þeir það? Forstjóri lífeyrissjóðs getur hæglega haft í árstekjur jafnmikið og eitt lítið fyrirtæki veltir á ársgrundvelli og greiðir af því laun, skatta og álögur, sem og allan annan rekstrarkostnað sem að til fellur. Lífeyrissjóðirnir eru síðan oft á tíðum stærstu hluthafar í þeim fyrirtækjum sem að Sólveigu Önnu er svo tíðrætt um, svo sem Bláa Lónið, Icelandair, N1, allar stóru verslunarkeðjurnar í kringum landið, sem og á höfuðborgarsvæðinu og svo mætti lengi telja. Þetta eru þau fyrirtæki sem að hagnast hvað mest og geta greitt út feitan arð.

Eitthvað sem að við höfum aldrei gert á þeim 20 árum sem að við höfum verið í rekstri, að greiða okkur út arð. Og ég þori að fullyrða að svo er um mörg smærri og meðalstór fyrirtæki í landinu, en hagnaðurinn fer oftast í uppbyggingu og nauðsynlegar endurbætur, oft á tíðum til að skapa betra vinnu umhverfi fyrir starfsmenn.  

Hvað með þátt Ríkis og Alþingis, hvar er þeirra ábyrgð? Hvað varð um Félagsbústaðakerfið, við hjónin gátum keypt okkar fyrstu íbúð þar og vegna mjög lágra afborganna af þeim íbúðalánum sem við höfðum í því kerfi gátum við lagt fyrir af lágum launum og komist inn á frjálsa íbúðamarkaðinn. Þetta var frábær stökkpallur og skapaði okkur tækifæri, þrátt fyrir að vera með verðtryggt lán sem lækkaði ekki neitt, bara hækkaði af því höfuðstóllinn. Hvað með þá ábyrgð að skattleggja ekki lægstu laun svo mikið ekki ekki er hægt að lifa af.

Hvað með að setja þak á íbúðalánavexti og leiguverð íbúðarhúsnæðis? Hvað með að aftengja hækkun fasteignaverðs á Íbúðamarkaði við vísitölu verðbólgu. Hvað með að ná betri stjórn á verði fasteigna á markaði, t.d. með að byggja upp félagsíbúðakerfi, sem að gæti örugglega hægt á þessari brjálæðislegu hækkunum á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. 

 

Hvað með að semja við sérfræðilækna svo að fólk geti með einhverjum hætti nýtt sér þá þjónustu án þess að eiga svo ekki fyrir mat, eftir að þurfa að fara til læknis. Hvað með að skemmdar tennur og eða veikindi í tannholdi, sjónleysi og heyrnarskerðing flokkist sem heilbrigðismál sem að niðurgreiðist á sambærilegan hátt og vegna annarra sjúkdóma.  

Hvað með að minnka yfirbyggingu báknsins, í stað þess að bæta stöðugt við það og nota fjármuni í almannaþágu, sem að er hlutverk Ríkisins að gera, að þjónusta almenning. Við erum Ríkið og eigum þetta fé, sem að þetta fólk er að höndla með og oftar en ekki á svo óábyrgan hátt að manni verður bara illt við þá tilhugsun. 

Hvers vegna er fólk ekki að ræða þessi mál á alþingi, hvað er þetta fólk að gera þar, er það í leikskólanum ennþá, úti að leika í SANDKASSANUM?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Munum að banki lánar aldrei neitt. 

Leysist verkfallið ef konan, fjölskyldan

fær að hafa heimilið í friði fyrir okkur bröskurunum?

Og alls ekki bara fyrstu íbúð, heldur heila lífið. 

Banka, fjármálastofnunum er gefin peninga prent vélin. 

En húsin eru skuldlaus þegar fólkið sem byggði húsin

og þeim sem komu með efnið hefur verið greitt. 

Fjármálastofnunin á ekkert í húsinu. 

000

Þú lýsir vel baráttu fjöldans. Sólveig lýsir lýsir sínu sjónarhorni gagnvart stóru fyrirtækjunum. 

Tökum eftir því að stóriðju fyrirtækin voru ekki stöðvuð. það virðist vera hugsunin að stöðva framleiðsluna, stöðva sjálfbjargar viðleitni, setja bændur á hausinn með því að skattleggja þá fyrir gas tegundir sem koma frá búskapnum. 

Þá virðist hugsað að framleiðslan fari fram í stórum verksmiðjum og þar verði kjötið og fiskurinn framleitt á svokölluðum petri diskum, ræktunar diskum. 

Þá eru settar fáar frumur á diskinn í ræktunar vökva, og eftir tvær til þrjár vikur er bitinn tilbúinn til sölu og fer beint í kjörbúðina.

Ef við ræktum nautakjöt með náttúrulegu aðferðinni tekur það tvö ár. 

Síðan hugsum við að stóru fyrirtækin, ég meina alvöru big business, að fólkið búi í borgunum og fái matinn sendan frá verksmiðjunum.

Ef einhver borg er til vandræða þá kemur engin matarsending. 

Ja hérna eins og kerlingin sagði. 

Við fólkið eigum að segja að við erum mjög hlynnt framförum og þá á okkar forsemdum. 

Kjötbollu tré, fiskibollu tré, nýjar ræktunar aðferðir svo sem vatns ræktun, margfalda uppskeruna. 

Allir hafi uppskeruna hjá sér og í næsta nágreni. 

Auðvitað verða viðskipti á milli heimsálfa og þjóða en hver þjóð reyni að gera allt sem best. 

Munum að Ford sagði, slóð

Allir verða að eiga blað með einhverjum sannleiks kornum, Að hverju leitum við, hvað þarf að laga. Bankinn lánar aldrei neitt, skrifar aðeins bókhald. Bankinn á ekkert í húsinu. Þá er húsið í eigu framleiðslu getu fólksins, þjóðarinnar.

Skoða

Eitt sinn sagði Henry Ford,

"Það er gott að fólkið skilur ekki fjármálakerfið,

annars myndi það gera uppreisn,

strax í dag." 

Leysist verkfallið ef konan, fjölskyldan fær að hafa heimilið í friði fyrir okkur bröskurunum?

Og alls ekki bara fyrstu íbúð, heldur heila lífið. 

Banka, fjármálastofnunum er gefin peninga prent vélin. 

En húsin eru skuldlaus þegar fólkið sem byggði húsin og þeim sem komu með efnið hefur verið greitt. 

Fjármálastofnunin á ekkert í húsinu.

slóð 

Fjölskyldur geti farið til Húsnæðisstjórnar, Verkalýðsfélags, Sveitarfélags eða banka og fengið skrifaða tölu frá sjóði-0, engir vextir en umsýsla skoðuð, verðtryggt í launum, og/eða vörukörfu. 

Egilsstaðir, 23.02.2023   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.2.2023 kl. 15:19

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Flott grein. 

Hörður Halldórsson, 24.2.2023 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband