Enn og aftur missi ég af að sjá gosið !!!

En ekki er öll von úti enn, eftir því sem Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir, enda Reykjanesið lifnað við. Þorvaldur segir að gosið geti aftur á sama stað, eða fært sig, til dæmis í Brennisteinsfjöllin.

Hins vegar er komin Verslunarmannahelgi og fram hjá okkur í Eldstó Art Café (margir stoppa þó og koma við að fá sér veitingar) streymir fólk á Þjóðhátíð í Eyjum, sem og annað sem að hugurinn girnist út úr höfuðborginni. 

Ennþá er sumar, þó svo að líðið sé á seinni hlutann og eftir helgina munum við hjónin taka fram Hondurnar okkar (mótorhjólin) og leggja af stað vestur á land. Gott að fara eftir þessa miklu umferðarhelgi, vonum að umferðin verði ekki of þung þá og veður þurrt að mestu. Ég hlakka virkilega til, alltaf gaman að fara á þessum mótorfákum og upplifa þetta frelsi sem mótorhjólafólk kannast við. Sjálf tók ég mótorhjóla prófið í fyrra, en maðurinn minn er búin að vera með sitt próf í áratugi. Finn að ég bý að því að hafa ferðast á fjallahjólum á eigin orku og því tengi ég vel við mótorhjólið og nýt þess að hafa þetta nýja sport. 

Þannig - framundan er að heilsa kumpánlega öllu því mótorhjóla fólki sem við komum til með að mæta á ferð okkar um landið á næstunni. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband