Erfitt að fá fólk af atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun - er þetta atvinnuleysi misskilningur

Síðast liðinn mánuð er ég búin að hafa samband við u.þ.b. 18 atvinnulausa sem að eru á skrá hjá Vinnumálastofnun, en nú er eins og menn vita, eitt mesta atvinnuleysi sem hefur mælst í langan tíma í landinu. Stærsti fjöldi atvinnulausra eru útlendingar sem að hafa komið til að vinna í ferðaþjónustunni, sem er komin í startholurnar aftur og jafnvel starfssemin hafin að nýju. 

Við eins og aðrir viljum vera viðbúin og vel mönnuð vönu fólki í greininni. En ekkert gengur að fá þetta fólk til vinnu. Allavega ekki hér á Suðurlandi og ég veit að ég er ekki sú eina  sem er að upplifa þetta. Að vísu eru umsóknir í pósthólfinu sem að koma erlendis frá, fólk sem vill koma til íslands að vinna, annað hvort í fyrsta sinn eða aftur. Þetta fólk er ekki á atvinnuleysis skrá hér og því getum við ekki nýtt okkur ráðningarstyrkina með því fólki og erum einnig að flytja þá inn fólk til vinnu, á meðan aðrir sem komu til Íslands erlendis frá og hafa unnið nógu lengi til að öðlast bótarétt, lýður svo vel í okkar íslenska bótakerfi að það neitar vinnu, sem að býðst. 

Vinnumálastofnun virðist ekki beita neinum viðurlögum þó svo að fólk hafni störfum sem bjóðast. Ég man þá tíð, að menn þurftu að fara daglega inn á vinnumálastofnun til að stimpla sig og misstu bætur, ef þeir höfnuðu vinnu oftar en tvisvar. Þannig var það þegar ég á sínum tíma þurfti að þiggja atvinnuleysisbætur. Mér finnst sjálfsagt að fólk fái bætur, þegar að enga vinnu er að fá, en að hægt sé að gera út á að vera bara á bótum er ekki í lagi. 

Eins er það afleytt að ekki sé hægt að hringja inn til Vinnumálastofnunar að tala við þá sem eru að vinna í þessum málalið "Hefjum Störf" fyrir atvinnurekendur, þegar ég hringi, þá bíð ég í ca 20 - 30 mínútur eftir að ná sambandi, bara eitt símanúmer sem að hægt er að hringja í, já og svo þegar að samband næst loksins, þá er ekki hægt að fá að tala við neinn sem að veit eitthvað, sem að getur leiðbeint og hefur svör. Engin deild sem að má gefa símann á, sem getur leiðbeint atvinnurekendum í sambandi við þessi úrræði sem að eru í gangi. 

Þetta er sorgleg staðreynd og alls ekki í lagi að ekki sé hægt að nota það fólk sem er atvinnulaust á Íslandi, vegna þess að það hafnar vinnu sem að býðst. Mitt næsta skref er að hafa samband við þetta fólk sem er að leita eftir vinnu erlendis frá og ég geri það með miklum þunga í hug og hjarta. Við sem að störfum í ferðaþjónustu höfum legið undir ámæli að vilja bara útlendinga til að hægt sé að svíkja þá og pretta í launakjörum. Ef svo væri, þá hefði þetta fólk engin réttindi til atvinnuleysisbóta, því að öll uppgefin eðlileg laun koma með tryggingargjaldi frá atvinnurekenda og kaupir þennan bótarétt launþeganna, hjá Vinnumálastofnun, því að til þess er tryggingargjaldið. Spurningin er hvort að Svarti Pétur sé á hendi Vinnumálastofnunar? Alla vega er hann ekki í minni hendi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband