Að gefnu tilefni og vissulega mjög þörf umræða

Takk fyrir viðbrögðin við fyrri færslu minni, þetta er þörf umræða. Ég er sjálf mjög hissa og ósátt með hvernig staðið er að þessu hjá Vinnumálastofnun. Eins og ég nefndi í blogginu mínu, þá fæ ég sem atvinnurekandi senda ferilskrá viðkomandi og ber mér síðan að reyna að ná í þann atvinnulausa, ef mér lýst svo á. Oft eru þetta afleitar ferilskrá, hvorki með símanúmeri, eða þá kannski röngu símanúmeri og netfangi, eða jafnvel ekki. Engar kennitölur og jafnvel oft ekki aldur viðkomandi, ef það er ekki nefnt í ferilskránni. 

Mér þykir það skrítið að það sé í höndum atvinnurekenda að reyna að ná sambandi við fólk sem er atvinnulaust, því ætti að vera öfugt farið, já það ættu að vera starfsmenn Vinnumálastofnunar sem tala við fólk og sendir í viðtöl. Þá gæti viðkomandi hafnað vinnu áður en í viðtalið er haldið með rökum um hvers vegna. Þau rök gætu vissulega ekki verið að það sé betra að vera á bótum. En fjarlægðir, vinnutími og þess háttar ætti að gilda, þar sem að aðstæður eru mismunandi hjá fólki. Þetta þýðir að starfsmenn Vinnumálastofnunnar þurfa að vinna vinnuna sína og ef að Stofnunin hefur ekki nægan mannskap, þá er jú fullt af fólki atvinnulaust og hlýtur að vera hægt að fá einhverja til vinnu hjá Stofnuninni, skapa störf til að skapa störf.

Það er algjörlega afleitt að menn telji að laun séu ekki þess virði að vinna fyrir, en atvinnuleysisbætur eru ekki hugsaðar til að koma í staðinn fyrir léleg laun, þær eru hugsaðar sem tímabundin lausn fyrir fólk í atvinnuleit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband