Formaður VR tjáir sig um seinagang Ríkisins

"Þau vita, þau geta en ekkert gerist"

"Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. janúar 2021 09:30
Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert." Sjá frétt
 
Ég vil benda formanni VR að á bak við fjölda lítilla fyrirtækja er fólk sem þarf líka að lifa, borga af persónulegum skuldum, bara eins og hver annar. Þetta fólk er sumt hvert að reka sín fyrirtæki á sinni persónulegu kennitölu, svo ekki er nú auðvelt að nota hið margnefnda kennitöluflakk þar, eins og margir vilja meina að eigi að vera svo auðvelt. Síðan eru það þeir aðilar sem að reka fyrirtæki á fyrirtækja-kennitölu, en eru engu síður í persónulegum ábyrgðum og með allt undir, heimili og lifibrauð. Laun skapast af vinnu og það eru skrítnar áherslur að gaspra þannig, eins og hagsmunir einstaklinga og atvinnulífsins séu eitthvað sitt hvað.
 
 
Á fyrirtækja markaðinum eru lítil og meðalstór fyrirtæki alls ekki boðin að sama næktarborði og þessi stóru. Við höfum ekki greiðan aðgang að fjármagni, bara ef við opnum munninn.

Það er því orðið mjög þreytt að þurfa að hlusta á þessa umræðu, sem að lítil þekking er á málefninu. Spurning er, í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa. Eiga bara að vera risar á fyrirtækjamarkaðinum, en enginn möguleiki fyrir skapandi einstaklinga með góðar hugmyndir, til að skapa atvinnu sjálfum sér og öðrum?
 
Það er ekki boðlegt að þurfa að hlusta á veraklíðsfélögin tala til okkar sem að stöndum í atvinnurekstri, eins og við séum með það að sérstöku áhugamáli að arðræna fólk. Launavandinn er mun djúpstæðari en það. Það er skattkerfið sem að er meingallað og kafar alltof djúpt niður í vasana hjá þeim sem að lítið hafa. Það ætti að vera sameiginlegt áhugamál okkar allra, að lámarkslaun og lífeyrir sé ekki skattlagður til Helvítis og afsakið orðalagið, en mér verður bara óglatt að hugsa til hvað sumar hafa mikið meira en þeir þurfa, á meðan að aðrir varla skrimta. Þar er það Ríkisvaldið sem að ber ábyrgðina og  líka lífeyrissjóðirnir, sem semja um hærri iðngjöld inní sameignarsjóði Lífeyrissjóðanna, upphæðir sem erfast ekki, ef við nú hrökkvum upp af áður en við getum nýtt lífeyrisréttindin, enda eru þeir stórir hluthafar í stærstu fyrirtækjum landsins og sitja þar með báðum megin við borðið. Þannig geta þeir kafað dýpra í vasann á öllum öðrum fyrirtækjum, en launþeginn fær lítið sem ekkert út úr þeim gjörningi. Það væri nær að Veraklíðsfélögin og SA færu að einbeita sér að því að fá tekjuskattslækkanir - þar sem að skattleysismörkin lægju við 300 þús áður en menn færu að greiða tekjuskattinn. Það kæmi til baka í neyslusköttum fyrir Ríkið, það er alveg víst. 
 
Já og eins og ég nefndi áður, að þá er fólk sem rekur lítil og meðalstór fyrirtæki, sum hver ekki búin að fá neina aðstoð vegna sinna fyrirtækja, allt árið 2020, þar sem að þau úrræði sem hönnuð hafa verið, hafa holur sem margir falla í. Þetta fólk þarf líka að lifa, en hætta er á að það missi ekki bara fyrirtæki, vinnu og lifibrauð, heldur líka heimili sín. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband