Ríkið gefur Skattinum ansi rúman tíma í að afgreiða tekjufallsstyrkina - allt að tveimur mánuðum

Og á meðan eiga sumir ekki salt í grautinn. Bjarni Ben tilkynnti í enda nóvember síðast liðinn að tekjufallsstyrkirnir ættu að verða tilbúnir til umsóknar í byrjun desember, en það dróst fram í janúar, því vissulega þurfti þingheimur að fara í gott jólafrí, enda uppgefnir. 

Nú er allt á hvolfi hjá Skattinum að afgreiða þessa styrki út og eins ég nefndi í fyrirsögninni, þá er þeim gefinn mjög rúmur tími í að afgreiða þá. Tekjufallsstyrkirnir miðast við apríl - okt. 2020 og sama tímabil er notað til samanburðar frá árinu áður 2019, til að finna út tekjutapið.

Síðan í kjölfarið eiga að koma til svokallaðir Viðspyrnustyrkir, sem að telja tímabilið nóv - des 2020 og jan - mai 2021, þeir eru ekki tilbúnir til umsóknar, en meiningin er að þá eigi að afgreiða mánuð fyrir mánuð og því hefið verið eðlilegt að þeir hefðu verið tilbúnir til umsóknar ekki seinna en í jan. 2021 - en sú er ekki raunin. 

Þessir tímar eru miklir óvissutímar og engin veit með vissu, hvenær hagkerfið mun taka við sér, hvenær þjóðirnar hafa náð tökum á þessum faraldri. Við Íslendingar höfum oft komist langt á því að segja, "Þetta Reddast" og hvað annað á maður svo sem að segja. 

Ég vil ekki vanþakka það sem verið er að gera til að koma til móts við fólk og fyrirtæki í landinu, en vil samt brýna Stjórnvöld og segja, við byrgjum ekki brunninn eftir að barnið er dottið í hann. Því þarf að skoða og laga til fyrri aðgerðir og vil ég þar nefna til Stuðningslánin sem detta inn til afborganna í byrjun næsta árs og afborganir af lánunum úr Ferðaábyrgðasjóði detta inn 1.mars 2021, Þetta er brjálæði sem að engin ræður við. Eins mætti bara fjölga starfsmönnum tímabundið hjá Skattinum, ef það er orsökin á þessum seinagangi, það er jú nóg af fólki sem að er að mæla göturnar og vantar vinnu, ég segi bara svona 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband