Hverjir munu kaupa íslensku bankana á brunaútsölu, eftir Covid hrunið?

Clingendael skýrslan:

Hvað er Kína að gera á Íslandi og hvers vegna?

Stærstu kínversku fjárfestingarnar eru á Íslandi og Grænlandi

„Af öllum löndum Norðurslóða hafa Ísland og Grænland boðið inn mestu kínversku fjárfestingunum miðað við verga þjóðarframleiðslu.” Í skýrslunni segir að saga Kína á Íslandi hafi byrjað í fjármálakreppunni 2008. Þá hafi aðildarumsóknin að ESB ekki gengið eftir vegna deilna um fiskimiðin 2013 og að Ísland hafi ekki átt aðgang að svæðasjóðum ESB til að ná sér aftur á strik eftir fjármálakreppuna. Ísland skapaði sögu með því að verða fyrsta landið í Evrópu sem gerði fríverslunarsamning við Kína sem gert hafi Kína einn af þremur mikilvægustu útflutningsmörkuðum Íslands. Samskipti landanna hafi síðan dafnað með eitt af stærstu sendiráðum Kína í heimi staðsett í Reykjavík.

Saga samskipta Íslands og Kína

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er skarplega athugað. Svo erum við Íslendingar ein bláeygasta og opnasta þjóðin fyrir G5-kerfinu frá Kínverjum sem margar aðrar þjóðir eru tortryggnar gagnvart.

Ég er sammála. Ég held að það sé mjög líklegt að Kína verði ráðandi heimsveldi eftir þessa kreppu. Það ætti enn að styrkja grunsemdir um manngerða veiru frá tilraunastofum í Wuhan héraði.

Það væri slæmt að missa Trump frá völdum, því hann er sá þjóðaleiðtogi sem stendur mest á móti Kína, ekki er vanþörf á því. Það getur vel verið að hann standi sig illa á sumum sviðum, en hann er samt einstakur og hefur breytt veröldinni. Að sumu leyti hefur hann bjargað veröldinni frá óhóflegri og alltof mikilli alþjóðavæðingu stórfyrirtækja með glæpsamleg völd, ríkari en heilu þjóðirnar. Ef hann verður ekki endurkjörinn þurfa grasrótarsamtök að halda áfram baráttu gegn stórfyrirtækjum sem arðræna fólk.

Ingólfur Sigurðsson, 2.11.2020 kl. 14:31

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er allt í lagi að eiga í viðskitum við kína af illri nauðsyn

en þeir mega aldrei eignast neina jarðarskika eða fyritæki á ÍSLANDI.

Jón Þórhallsson, 2.11.2020 kl. 14:32

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hún er annars fyndin þessi Kína paranoia, en líklega rétt hjá Ingólfi að það styttist óðum í að Kínverjar taki við forystuhlutverkinu, þó mörgum svíði það sárt.

Það er vonandi að einhverjir þessara ímynduðu hundruða eða þúsunda starfsmanna þessa risavaxna sendiráðs í Reykjavík geti sinnt starfi sínu og því varað grunlausa samlanda sína við að leggja leið sína í augljóslega óvinveitt andrúmsloftið í eldstónni á Hvolfsvelli.

Jónatan Karlsson, 2.11.2020 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætlaði ekki Núbó að fjárfesta hér en sagðist síðar að hann mundi þá bara snúa viðskiptum sínum að Noregi ef hann fengi ekki að fjárfesta hér. Hefur eitthvað frétts frá fjárfestingum hans í Noregi?

Sigurður I B Guðmundsson, 2.11.2020 kl. 21:02

5 Smámynd: G Helga Ingadottir

Jónatan Karlsson - það er um að gera að setja á mig rasistastimpil, þ.e. svo vinsælt hjá fólki þegar engin önnur eru rökin. Ég held nú að hinn almenni Kínverji hefði nú ekkert á móti meira tjáningafrelsi, en þar tíðkast í landi. En þú veist þetta sjálfsagt betur er það ekki?

G Helga Ingadottir, 2.11.2020 kl. 21:16

6 identicon

Clingendael skýrslan segir ýmislegt, en það sem sagt er hér að ofan er ekki í Clingendael skýrslunni, það er ekki verið að vitna í Clingendael skýrsluna. Höfundurinn nefnir Clingendael skýrsluna og hefst svo handa við að semja texta sem kemur skýrslunni ekkert við. Höfundurinn, Gústaf Adolf Skúlason, telur betra að búa í ESB landi en hér, sem innflytjandi með innflytjendum frekar en sem Íslendingur með Íslendingum og kýs að formæla hvoru tveggja ásamt öðrum trúflokkum, kynþáttum og stjórnmálaskoðunum.

Ísland var ekki fyrsta landið í Evrópu sem gerði fríverslunarsamning við Kína. Sviss gerði fríverslunarsamning við Kína á sama tíma sem tók gildi sama dag, klukkutíma á undan okkar. Sviss er ennþá í Evrópu.

Eitt af stærstu sendiráðum Kína í heimi er ekki staðsett í Reykjavík. Þó það sé stórt, á okkar mælikvarða, þá telst það með litlu sendiráðum Kína. Flest sendiráð Kína í norður og suður Ameríku og Evrópu eru stærri og með fleiri starfsmenn. Stór sendiráð er einnig að finna í Asíu, Afríku, Ástralíu og Rússlandi.

Saga Kína á Íslandi byrjað ekki í fjármálakreppunni 2008. Hún hófst upp úr 1970 og takmarkaðist að mestu við starfsemi sendiráðs þeirra þar til Kínverskir ferðamenn hófu komur sínar upp úr 2016. Fjárfestingar Kína, fyrir utan byggingu sendiráðs, eru svo til engar. En löngu fyrir 2008 voru Íslensk fyrirtæki með framleiðslu og aðra starfsemi í Kína. Við höfum verið með margfalt meiri fjárfestingar og starfsemi í Kína en Kínverjar hér.

Kína ekki einn af þremur mikilvægustu útflutningsmörkuðum Íslands nema allrir markaðir Evrópu séu taldir sem einn og aðeins miðað við ár loðnubresta. En með þeirri aðferð, að raða saman mörgum mörkuðum í einn hóp þar til fyrirhuguð fullyrðing stenst, má segja að Ukraina sé einn af þremur mikilvægustu útflutningsmörkuðum Íslands eða Pakistan. Noregur og Spánn kaupa meira en Kínverjar.

Útvarp Saga er ekki marktækur miðill, afleitur túlkur erlendra skýrslna, ákafur endurritari sögunnar og kosinn líklegasti fjölmiðillinn til að taka undir flöt jörð kenninguna.

Vagn (IP-tala skráð) 3.11.2020 kl. 00:01

7 Smámynd: G Helga Ingadottir

Þetta er áhugaverð lesning, og ef að Gústaf þessi og Útvarp Saga fara með falsfréttir, og það án þess að fela sig, hver ert þá þú sem kemur með þessa athugasemd í skjóli myrkurs? Ef þú ert svona viss í þinni sök, afhverju að standa ekki með sjálfum sér og koma fram undir nafni? Vinsamlegast nafngreindu þig og sendu mér link á þessa skýrslu sem að þú þekkir svona mikið betur til en Gústaf :)

G Helga Ingadottir, 3.11.2020 kl. 10:22

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er góð spurning G Helga Ingadóttir.  Ég gerði það fyrir nokkru síðan, í athugasemd hér á blogginu, að telja það að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum snúist um það hvort Bandaríkin verði áfram frjáls og óháð eða undir hælnum á Kínverjum.  Ég stend við þessa fullyrðingu mína, þó svo að ÖFGAVINSTRIMENN eins og "Vagn" segi annað og reyni af veikum mætti að halda fram rökum "glóbalista".....

Jóhann Elíasson, 3.11.2020 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband