RÖNG FORGANGSRÖÐUN segja SELFF - hópur einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu

"Bara forgangaröðunin, af hverju er ekki byrjað a heildinni og farið svo í sértæka aðstoð .. setja tappa i helvítis bátinn svo hann hætti að sökkva með manni og mús"    Segir í athugasemd í hópnum. 

Já og ekki nema von að spurt sé, enn þá eiga þessir aðilar að bíða eftir að tillögur um bætur til handa þessum rekstraraðilum, séu smíðaðar og lagðar svo fyrir þingið. Þetta þýða bara enn þá meiri tafir og á meðan er verið að róa lífróðurinn hjá þessum smærri fyrirtækjum, sem þó spanna allt að 90% af allri ferðaþjónustu á Íslandi. Ég vil enn og aftur undirstrika það, að vegna áræðni og dugnaðar fóru margir af þessum aðilum af stað í rekstur upp úr kreppunni 2008 og hreinlega komu Íslandi á lappirnar aftur fjárhagslega, þ.e. stórjuku gjaldeyrisforða Ríkisins. 

Að byrja á því að einbeita sér að einum hópi umfram annan í stað þess að byrja á heildinni er sérkennileg nálgun og einungis til þess fallin að valda ójöfnuði innan ferðaþjónustunnar.  Lausafjárstaða einyrkja og fyrirtækja er orðið áhyggjuefni þar sem faraldurinn hefur dregist á langinn og stjórnvöld hafa verið að setja á heftandi aðgerðir fram á þetta ár 2022.

Staðan er svona þrátt fyrir ríkisaðstoð, þar sem að t.d. viðspyrnustyrkurinn dekkaði aðeins 90% rekstrarkostnaðar, en það þýðir að hann var aldrei að dekka allan kostnað og sá rekstrarkostnaður sem hefur verið að safnast upp,  hefur verið tekinn af lausafjáreigu fyrirtækjanna eða verið sótt í vasa rekstraraðila/eigenda. Það er því augljóst að lausafjárstaða mun hafa versnað til muna og skuldasöfnun aukist fyrirtækjum og rekstraraðilum.

Það liggur í augum uppi að til langframa gengur þetta ekki upp svona og nú við þessar síðustu sóttvarnaraðgerðir í desember 2021 og janúar 2022, sjá einyrkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi verði ekki tekið á þessu máli núna.

Það að bjóða upp á að þetta séu þá einhverjar vikur til viðbótar í óvissu er óásættanlegt t.a.m. ef það þarf þá að fara að segja upp fleira fólki og/ eða minnka starfshlutfall. Tekjulítið og tekjulaust fyrirtæki er ekki að fara að halda starfsfólki á launaskrá.

Það er því frumskilyrði að jafnaðar sé gætt og enginn tekin út fyrir sviga umfram annan.

Að áframhaldandi aðgerðir komist á fljótt og vel og eigi við um alla.

Að stór hópur þurfi ekki að bíða á meðan einum er sinnt, því það eru allir jafn vængbrotnir.

Síðan er ágætt að muna að skaðinn er skeður og hann þarf að bæta þó svo að sóttvarnaraðgerðum verði aflétt nú fljótlega, þá eru þær afbókanir sem hafa átt sér stað ekkert að fara koma aftur, það er endanlegt fjárhagslegt tjón og nýbókanir munu fara hægt af stað.  Þetta er því skaði sem mun ná vel fram á vorið og jafnvel inn á fyrsta sumarmánuðinn, þ.e. júní 2022. Það er því mikið áhyggjuefni hvernig einyrkjum og litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu muni vegna, þá sérstaklega þau sem að eru úti á landi, ef ekki er tekið á málunum strax og af festu af Ríkisstjórninni og af Alþingi.

 

ps. Vitnað er í hópinn með leyfi SELFF  G.Helga Ingadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Helga Ingadottir

Núna í dag var verið að bæta inn fleirum en veitingastöðum sem að gætu sótt í styrkina og það er vel, enda hafa bréfin streymt til Ráðamanna frá SELFF undanfarna daga. Það virðist vera að bera árangur. Ég samgleðst mínum kollegum í ferðaþjónustunni, en eins og ég hef áður sagt, þá gat ég sótt í allar aðgerðir, verandi með Veitingarekstur á mínum snærum  

G Helga Ingadottir, 25.1.2022 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband