ER VERIÐ AÐ GERA GRÍN AÐ SAUÐSVÖRTUM ALMÚGANUM???

Eftir að hafa skoðað hluthafaskrár hjá N1, Festi og Högum sést að 43 - 73% af eignarhaldi þessa félaga er í eigu hinna ýmsu Lífeyrissjóða. Það vekur hjá mér hugleiðingar um hverjir hafa mesta vægið hjá Samtökum Atvinnulífsins SA og hvernig það megi vera að ASÍ sem á að verja réttindi hins almenna launamanns, fékk það út að það væri kjarabót að semja um hærri prósentu af launaseðlinum til Lífeyrissjóðanna, að það að SA hækkaði mótframlagið á móti gerði í raun einhverja bót á kjörum væntanlegra lífeyrisþega. Þessi gjörningur varð til þess að farið var lengra oní vasa allra þeirra fyrirtækja sem ekki eru í eigu Sjóðanna, en hjá stóru fyrirtækjunum er þetta bara færsla úr einum vasa yfir í hinn, þar sem að þau eru jú að stærstum hluta í eigu Lífeyrissjóðanna.

Þetta er það sem hefur verið að gerast á undanförnum áratug, því að bæði tryggingargjald, sem fer í Ríkiskassann og Vinnumálastofnun og mótframlag til Lífeyrissjóðanna hefur hækkað umtalsvert upp úr kreppunni 2008 og þrátt fyrir loforð um að tryggingargjaldið lækkaði aftur síðar, en það hækkaði í einum vetfangi úr 5,75% í 8,75% í kreppunni, þá hefur ekki tekist að koma því aftur niður fyrir 6% á þessum 14 árum eftir hækkunina.  En eru núverandi lífeyrisþegar í góðum málum? Nei - mig minnir að einmitt margir hafi fengið skertan hlut upp úr þeirri áðurnefndu kreppu 2008. Og í dag þurfa öryrkjar og ellilífeyrisþegar að herja kjarabaráttu sem aldrei fyrr í þvi velferðarþjóðfélagi sem Ísland á að vera. 

En hjá FESTI er forstjórinn með ca 5 miljónir á mánuði í boði Lífeyrissjóðanna sem eiga jú 73% af því félagi. Er það í takt við það sem menn þekkja og hafa sér til lífsviðurværis? 

Haustið 2021 keypti BLÁVARMI félag í eigu 14 lífeyrissjóða, 6,2% hlut í Bláa lóninu, en fyrir áttu þeir 30% og voru þar með komnir með 36,5% í sinn hlut. Kaupverðið var ca 3,8 miljarðar ISK og hefur því komið sér vel á erfiðum COVID tímum.  Eftir því sem ég best man fjárfesti Bláa Lónið einnig í Iceland Air þegar að verið var að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í Covid kreppunni. Bláa Lónið fékk umtalsverða styrki úr Ríkissjóði, en gátu samt borgað út arð til hluthafa, voru ekki blankari en það. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki alveg hvort gerð var krafa um einhverja endurgreiðslu á hendur hluthöfunum, en rámar í það þó. 

Það er því augljóst að í öllum stærstu fyrirtækjunum á Íslenskum markaði eiga lífeyrissjóðirnir stóran hlut. Menn líta kannski svo á að það sé þá almenningur sem eigi í þessum fyrirtækjum, þar sem að Sjóðirnir eiga jú að vera í eigu sjóðsfélaga. Það er samt ekki verið að fjárfesti í almenningsþágu, ég get ekki séð það, því að ef hægt er að þrengja að kjörum lífeyrisþeganna á sama tíma og þeir geta verið að fjárfesta á markaði, þá er þetta allt mjög einkennilegt. Eins það að vegna ávöxtunarkröfu Sjóðanna sé það í þeirra reglugerð að ekki megi byggja hjúkrunarheimili og eða íbúðir fyrir aldraða. En það má gamla með sjóðspeningana og fjárfesta í Icaland Air og Bláa Lóninu á tímum Covid. Ekki það að trúlega mun þessi fyrirtæki standa af sér þessa kreppu, enda nóg af fjármagninu þar, alla vega í Bláa Lóninu.  

Hvað er ég að fara með því að spyrja hvort sé verið að gera grín að sauðsvörtum almúganum. Jú - Það er talað um ávöxtunarkröfur lífeyrissjóðanna, eins og það sé í þágu hins almenna borgara, en birtist mér sem leikur á exelskjali, þar sem að topparnir verðlauna sjálfa sig fyrir fallega útkomu á pappír, en ekki á borði lífeyrisþeganna. Ekki má byggja íbúðir fyrir aldraða og ekki má taka á þeim tví-og jafnvel þrísköttunum sem að lífeyrisþegar þurfa að þola. Og lífeyrir þeganna erfist ekki, heldur hirðir sjóðurinn lífeyrinn við dauða lífeyrisþegans að mestu leiti, einhver makalífeyrir er í mjög skamman tíma eftir dauða lífeyrisþegans. Sá lífeyrisþegi sem að deyr áður en hann fer að taka út lífeyri tapar öllum sínum lífeyrissparnaði til sjóðsins, að undanskildum séreignarsparnaði. Hvers vegna er ekki öll sú prósenta sem greiðist sannarlega af launaseðli launþegans - 4% - og jafnvel hluti af mótframlagi atvinnurekandans séreign lífeyrisþegans?

Lífeyrissjóðirnir eru í eigu almennings, en gagnast alls ekki sem skyldi, vegna þeirra reglugerða sem þeir hafa sett og bundið sig við. Ekki er mikill vilji til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, hvers vegna er það? Hverjir græða mest á núverandi fyrirkomulagi og reglugerð um lífeyrisgreiðslur, reglugerð um ávöxtunarkröfur og reglugerð um í hverju má fjárfesta og hverju ekki? ÞAÐ ER STÓRA SPURNINGIN!

   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skyldugreiðslur til lífeyrissjóða hefur í gegnum tíðina reynst lögbundinn þjófnaður. Nú er þetta skylduhlutfall launa 15,5% sem eru í raun spilapeningar auðróna markaðarins.

Það er ekki mörg ár síðan að formaður VR skrifað hvern pistilinn af öðrum hérna á bloggið um þennan skandal.

Eftir að hann komst í áhrifastöðu hefur hann hvorki bloggað né gert tilraun til að fá þennan þjófnað leiðréttan. 

Það virðist oftast fara svo að þeir sem kjörnir eru til að fara með hagsmuni almennings samsvari sig hyskinu um leið og þeir komast í áhrifastöður.

Magnús Sigurðsson, 24.1.2022 kl. 19:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Magnús seinasta færsla Ragnars Þórs "Risaeðlan" er frá 6/1 2012,mér fannst hann svo réttlátur;síðan týndi eg honum þannig séð!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2022 kl. 22:05

3 Smámynd: G Helga Ingadottir

Einmitt, en mér finnst samt að ég hafi heyrt í Ragnari um daginn hvað þetta mál varðar, að það þyrfti að vera uppstokkun á hvernig fé þeirra sé varið. En svo var því nú ekki fylgt eftir af Media eða fréttaveitum RUV eða blaðanna að neinu viti. Þetta er mál sem að alltof lítið er rætt. 

G Helga Ingadottir, 25.1.2022 kl. 11:32

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það bætir nú frekar í grínið en hitt. Þegar lífeyrissjóðakerfinu var komið á fót var það í því augnamiði að auka ráðstöfunartekjur gamlingjanna umfram áunnin réttindi til Ellilífeyris TR. Nú er því þannig fyrir komið að því meira sem þú færð úr lífeyrissjóði þá er kroppað meira í réttindi til Ellilífeyris hjá TR. Afraksturinn af því að greiða í lífeyrissjóð er harla dapur. Ég hef verið með rífandi tekjur frá því ég byrjaði að greiða í lífeyrissjóði 16 ára gamall or er að detta á eftirlaunaaldur á næstunni. Uppreikningur á áunnunum réttindum mínum í þá lífeyrissjóði til eftirlaunaaldurs sýnir samtals mánaðargreiðslu upp á tæpar 200 þús og eykur það ráðstöfunartekjur mínar samtals þá um 70 þús á mánuði umfram Ellilífeyri TR eftir skerðingar. Það á einfaldlega að leggja lífeyrissjóðina af og svo kemur engum við ef einhver vill leggja eitthvað fyrir til efri áranna. Það á ekki að skikka almenning til að halda auðrónum á ofurlaunum. 

Örn Gunnlaugsson, 25.1.2022 kl. 11:48

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr heyr.

Því miður held ég að meirihluti fólks skilji ekki þessa svikamyllu.

Guðjón E. Hreinberg, 25.1.2022 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband