Hvenær fær almenningur sinn stjórnarskrárvarinn einstaklingsrétt aftur?

Í þessu Covid 19 fári hefur undanfarin tvö ár verið smám saman að skerða rétt almennings alltaf meir og meir - þ.e. ferðafrelsi og skikkun á að hafa grímu fyrir vitunum. Þó að stór hluti almennings sé bólusettur, þá er ennþá verið að testa hvort við mögulega höfum Covid, þrátt fyrir að vera fullfrísk og einkennalaus. Hvað gefur stjórnvöldum þennan rétt, ég get ekki séð að hér sé verið að verja neitt, nema kannski valdið yfir almenningi, að sjá hversu langt er hægt að ganga með þessari ofurstjórnun.

Við hjónin fórum í frí í tvær vikur til Teneríve og keyptum flug með Play. Við erum það sem heitir fullbólusett og ég tek það fram, að ég lét einungis bólusetja mig vegna þess fyrirheitis að þá fengi ég aftur stjórn yfir eigin lífi, en ekki vegna ótta við Covíd. Ég hefði kannski bara betur sleppt því að fara í bólusetningu, þar sem það virðist litlu breyta. 

Þegar við förum að tékka okkur inn í flugið út, kemur í ljós að ekki var nóg að tékka sig inn á síðu 
Play og setja þar inn allar sínar persónuupplýsingar, kyn, aldur, ríkisfang, vegabréfsnúmer, heimilisfang, ástæðu ferðar - heldur áttum við að fylla út nákvæmlega sömu upplýsingar á einhverju öðru appi til að fá einhvern kóða, svo að við mættum fljúga út í frí. En til þess að einfalda málið, lét starfsmaður flugvallarins okkur fá blað til að fylla út og sagði að nóg væri að sýna það á flugvellinum úti við komuna, sem og að við gerðum. Þegar að út var komið dugði þetta ekki og þurfum við að hlaða niður þessu appi og fylla út, til að fá að fara í gegn um flugvöllinn. 

Ekki tók svo betra við á leiðinni heim. Ég fór inn á Covid.is til að skoða reglurnar og las mér til um að ekki þyrftu fullbólusettur einstaklingur á þessu PCR testi að halda til að koma heim. Ég tékkaði okkur því inn í flugið áhyggjulaus. Þegar við erum komin að borðinu til að vigta farangurinn og fara í flugið, þá kom nú annað í ljós, því að ekki átti að hleypa okkur úr landi án þessa test, sem að kostar fleiri þúsund krónur að fá og það langa bið að við hefðum misst af fluginu. Ég neitað að hreyfa mig og sagðist ekki fara frá borðinu fyrr en mér yrði hleypt í gegn, ég væri íslenskur ríkisborgari og ef þeir vildu eitthvað test á Íslandi, þá yrði það bara tekið á flugvellinum þar. Þegar ég neitaði að fara frá tékk inn borðinu, var mér hótað lögreglu, en ég var tilbúin að taka slaginn. Ég vissi að ég á stjórnarskrá varinn rétt til að fara heim til mín, þar sem að ég var engin ógn við neinn, né hafði brotið eitthvað af mér. Eftir mikið þref og símhringingar í yfirstjórn Play var ákveðið að hleypa okkur í flugið, en þá vantaði okkur þennan kóða aftur. Við áttum sem sagt að ná í annað app og skrá aftur sömu upplýsingar og þegar að við fórum út. Upplýsingar sem að voru nú þegar til staðar og ég bara skil ekki þessa þvælu, vegabréfið og flugmiðinn ætti að vera alveg nóg. Þegar að heim var komið, var svo tekið test á flugvellinum, sem var að sjálfssögðu neikvætt, enda við fullfrísk.

Eigum við almenningur að sætta okkur við þetta. Hvenær ætlar almenningur að segja að nú sé komið nóg af þessu skrifræði og sviptingu á borgaralegum réttindum okkar allra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband