Eins og sauðir leiddir til slátrunar eru þeir sem einskis spyrja eða efast

Það er einkennilegt hvernig fólk misskilur skrifin mín, en í síðustu færslu er ég er að tala um íþyngjandi innanlands aðgerðir, en ekki hvað varða reglur um sóttkví í komu til landsins. Vil ég því skerpa á því hér með. 
 
Það er hins vegar staðreynd í mínum huga að fyrirtækjum er mismunað og það að óþörfu. Ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera meiri hætta á smitum á veitingastað en í verslun, þar sem að á veitingastaðnum eru mun strangari reglur um sótthreinsanir á milli gesta en t.d. í verslunum.  Í verslunum er enginn er að skipta sér að því hvað kúnnarnir snerta, enda ekki mannskapur í það að elta hvern einasta kúnna.
 
Þar sem að ég rek sjálf veitingastað og kaffihús, þá tala ég af reynslu og við lögðum mikið á okkur við að halda öllu sótthreinsuðu og eins öruggu og okkur var unnt. Sóttvarnarreglur innan lands eru alltof hamlandi nú, þar sem að smitum er náð niður og strangar reglur fyrir komufarþega eru við landamærin.
 
Að fólk telji það löst að spyrja gagnrýnis spurninga og leyfa sér að efast um að aðgerðir séu til þess fallnar að vermda almenning án þess að fullnægjandi rök séu til staðar, er skortur á sjálfstæðri hugsun. Það eru lýðræðisleg mannréttindi að fá að hafa skoðun og láta hana í ljós, án þess að menn telji sig þurfa að skammast yfir því.
 
Ég er ekki ein af þeim sem set á mig skjöldinn - Ég hlýði Víði, en ég er ekki þar með að segja að ég hlýði honum ekki, enda löghlýðin með afdrifum. Hins vegar finnst mér að mönnum sé hollt að spyrja spurninga og leifa sér að efast um réttmæti aðgerðanna, ef ekki fullnægjandi svör og rök eru til staðar. Í mínum huga eru þau ekki til staðar nú. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru fleiri sem deyja vegna sóttvarnaráðstafana en gætu nokkru sinni látist af þessari pest.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.2.2021 kl. 16:36

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér dettur í hug laglínan í einu laginu með Stuðmönnum:

"ÞEIR RÁKU FÉÐ Í RÉTTIRNAR Í FYRSTA OG ANNAN FLOKK":

Jón Þórhallsson, 12.2.2021 kl. 17:17

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og fyrsti flokkur verður þeir bólusettu, annar flokkur hinir óhreinu.

Annars ætla ég að leyfa mér að vitna beint í Ingólf Sigurðsson, athugasemd af blogginu hans Sæmundar Bjarnasonar: 

"Mannkynið sem tegund er einmitt svínahjörðin sem Kristur sendi illa andann í. Sú svínahjörð fór fram af hengifluginu og drapst, öll svínin sammála, ekki eitt einasta svín sem mótmælti."

Þorsteinn Siglaugsson, 12.2.2021 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband