Lokunarstyrkir ekki fyrir ferðaþjónustuaðila og veitingastaði.

Við þurftum að skella í lás í október, reyna að klára sem mest af okkar birgðum, slökkva á öllum þeim tækjum sem við gátum, til að spara rafmagn, skila inn sorpílátum, sem kostað okkur tæp 45.000 kr. 4000 kr. fyrir að smúla hverja tunnu. Engu síður er kostnaður af afgreiðslukerfi og fl. sem ekki er hægt að skila inn, þar sem allar rekstraupplýsingar fyrirtækisins eru inni á vef þjónustuaðila. Það er síðan ekki alveg einfalt að opna aftur, það þarf meira en bara að opna dyrnar. Þetta er veitingastaður og það fylgir því mikill kostnaður að starta opnun aftur. Þetta held ég að menn geri sér almennt ekki grein fyrir.

Ríkisstjórnin skipaði okkur ekki að loka, en 10 manna hámark viðskiptavina gerir veitingastöðum algjörlega ókleift að hafa opið. Það er mun dýrara að hafa opið en lokað með þeim takmörkunum sem að eru í gildi. Þetta er patt staða sem enginn óskar sér að vera í. Ábyrgð Ríkisins er algjör í þessum efnum, og þeim væri nær að kalla þessa styrki sínu rétta nafni, bætur til handa atvinnulífinu, bara rétt eins og atvinnuleysisbætur eru kallaðar bætur, sem sagt réttur fólks til bóta, til að geta lifað.

Ég er vissulega ánægð með að þessar auglýstu aðgerðir, sem Ríkisstjórnin kynnti sé á leið í gagnið, en undraðist að ekki voru neinir fjölmiðlar sem máttu beina spurningum að þessum fjórum ráðherrum. Ég hefði t.d. viljað fá betri útlistanir á ráðningastyrkjunum, hvernig þeim verður úthlutað og hvenær. Engu síður finnst mér enn þá vanta uppá, eins og t.d. að víkka út hverjir geta sótt um lokunarstyrkina, en einnig varðandi stuðningslánin, það þarf að lengja verulega í þeim. Þau lán verða að vera þolinmótt fé, ekkert fyrirtæki mun geta greitt það niður á þeim hraða sem upp er settur. Það er ég alveg viss um.

En vonandi komast þessar aðgerðir hratt og vel í gangið. Sjáum hvað setur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband