Ferðaþjónustuaðilar á Dauðadeildinni og bíða aftökunnar

Er ekki allt bara pólitík. Það að bregðast seint og illa við vanda Ferðaþjónustunnar er litað af pólitík. Þeir flokkar sem að eiga nú sæti í Ríkisstjórn gætu mögulega misst atkvæði kjósenda, ef þeir myndu nú lyfta Grettistaki og hjálpa að alvöru þessari grein atvinnulífsins. Þessari grein sem að stimpluð er með ofurgræðgistimplinum og fyrir að misnota sitt vinnuafl. Þannig er umræðan og þannig tjá verkalýðsfélögin sig og hafa hátt. Vilja jafnvel boða til verkfalla, gegn hverjum, þegar enga vinnu er að fá. Er þetta ekki svolítið abbsúrt?

Í löndunum í kring um okkur er umræða almennings allt önnur en á Íslandi. Þar er litið á ferðaþjónustuna sem eina af mikilvægustu atvinnugreinunum, ef ekki þá stærstu. Almenningur gerir sér grein fyrir mikilvægi hennar og vill veg ferðaþjónustunnar sem bestan, enda mjög margir sem að starfa í henni og margfeldisárhrifin langt út fyrir greinina inní þær þjónustugreinar sem að þjónusta ferðaþjónustuaðila beint og óbeint. Hagkerfið á mikið undir velgegni ferðaþjónustunnar í hverju landi fyrir sig. 

Á Íslandi er þessu eins farið, munurinn er bara sá að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því. Ferðaþjónustan stendur ekki ein og sér undir sér, hún þarf hráefni, tæki og tól, iðnaðarmenn og tæknimenn, starfsfólk, heilbrigðisþjónustu, tryggingar og svo má lengi telja. Allir eru í ferðaþjónustu ALLIR meira og minna. Verslunin öll er í ferðaþjónustu, allt er þetta bara fólk eins og við, þó erlendir ferðamenn séu og vilja fá góða þjónustu, rétt eins og við, þegar að við íslendingar ferðumst erlendis. 

Rekstarumhverfi ferðaþjónustuaðila á Íslandi er samt á margan hátt erfiðara en í öðrum Evrópulöndum. Við höfum ekki þann möguleika að kaupa áfengi og bjór, beint frá framleiðenda og verðið sem að veitingamaðurinn greiðir hérlendis, er margfalt hærra, ofurtollar og fákeppni ræður þar ríkjum. Íslendingar kvarta yfir því að dýrt sé léttvínsglasið á veitingastöðum hér. En t.d. á Spáni kostar léttvínsglasið á veitingastað jafnmikið og flaska af sama víni hjá kaupmanninum við hliðina á veitingastaðnum og enginn gerir athugasemd við það.

Málið er að oft er verið að vera saman epli og appelsínu, það vantar oft mikið inní reikninginn. Við sem að stöndum í þessum rekstri höfum látið þetta yfir okkur ganga og tekið oft ósanngjarnri gagnrýni, því lítill vandi er að slátra veitingastöðum á samfélagsmiðlunum. En núna þegar við bíðum hvort eð er aftökunnar - þá er bara best að láta þetta flakka. 

Hvers vegna segi ég að við séum að bíða aftökunnar - jú "Stuðningslánið" sem margir ferðaþjónustuaðilar neyddust til að taka, því að engir voru styrkirnir í boði, er til 2,5 ára og án afborganna í 18 mánuði, en greiðist svo til baka á einu ári eftir það. Sem sagt uppgreitt 2023. Þetta er svo bratt að það þarf kraftaverk til að upp gangi. Hver átti þessa hugmynd eiginlega og hvernig má það vera að þetta fór svona í gegn um þingið? Þetta er frestun á aftöku, sniðin fyrir fjármálafyrirtækin, sem fá sitt, síðan er það Ríkisins að ákveða, hver á að lifa og hver á að deyja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband