7.5.2020 | 11:32
Bréf ti Ferðamálaráðherra "Eigum við að taka á okkur allar skuldbindingar vegna Covid 19"
Bréf til ferðamálaráðherra Þórdísi Kolbrúnu - endilega deilið þessu, sem hafa áhuga á að ferðaþjónustan lifi af þessar hremmingar
Sæl Þórdís. Helga heiti ég og rek, ásamt eiginmanni mínum Eldstó Art Café á Hvolsvelli
Ég verð að segja að mér þykja aðgerðir sem ættlaðar eru til stuðnigs fyrirtækjum í ferðaþjónustu koma á hraða snigilsins. Ég er rétt að byrja að undirrita vegna frystinga á lánum fyrirtækisins, sem að ég sótti um frystingu á strax í marz. Ekki hef ég getað sótt eina krónu í lausafjármagn hjá bönkunum, sem að halda þétt að sér höndunum á meðan beðið er eftir Ríkisábyrgðinni þeim til handa.
Eins vekur það furðu mína að ekki séu neinar sértækar aðgerðir ætlaðar ferðaþjónustu aðilum, sem að þó öðrum fremur fara mjög illa út í þessum faraldri, en fyrirtæki eins og t.d. hárgreiðslustofur og snyrtistofur geta sótt um styrki vegna lokunar sem þær voru skikkaðar í af stjórnvöldum, en munu koma inn núna af tvöföldu afli, samaber að ég verð að bíða í meira en viku til að komast að hjá minni hárgreiðslustofu. Því má deila um hvort þessi fyrirtæki hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi.
Þessi fyrirtæki eru ekki háð ferðamönnum að neinu verulegu leiti, ég hef enga trú á því. Öðru gegnir um ferðaþjónustuaðila. Ég verð að segja að mér finnst það vera hlutverk Ríkisins öðrum fremur að bæta okkur þann mikla skaða sem að hlýst af þessari vá, sem eru hamfarir á heimsvísu, en ekki hagsveifla af manna völdum, nema kannski ef að þessi vírus var skapaður á tilraunastofu???
Það sem að okkur ferðaþjónustuaðilum er boðið uppá er meiri skuldsetning og það á fyrirtæki sem að eru skuldsett fyrir - sum verulega mikið. Það er enginn afsláttur gefinn af neinu, einungis frestur, sem er alls ekki nægilega langur. Sex mánaða frysting hefur lítið að segja - þar sem að vitað er að þetta mun taka lengri tíma en svo.
Ég vil skora á Stjórnvöld að gera betur, já mun betur, við eigum það svo sannarlega skilið, því að ferðaþjónustan hefur mokað inn fé í Ríkis-kassann og getur Ríkið þakkað okkur hve hár gjaldeyrisforði þess er orðinn, en það var ekki raunin í síðustu kreppu, þegar að fjármálakerfið, bankarnir voru á góðri leið með að gera þjóðina gjaldþrota.
Samt sem áður á enn og aftur á að setja bæði axlabönd og belti á bankana, með því að bjóða þeim Ríkisábyrgð, en litli maðurinn ber KROSSINN. Því Ríkisábyrgðin er fyrir bankana, en ekki okkur. Hvað gerist ef við getum ekki borgað til baka þær skuldir sem verða til vegna Covid 19? Fæ ég afskrfiaðar mína skuldir sem bera Ríkisábyrgðina, eða eru það bara bankarnir sem fylla sína reikninga af fé Ríkisins. Hvers vegna þeir, frekar en við, afhverju ekki að styrkja ferðaþjónustu aðlia með beinum styrkjum, ef að þið ætlið hvorð eð er að taka alla ábyrgð á þessu? Hvers vegna megum við ekki lifa? Er okkar framlag í uppbyggingu á þessari atvinnugrein ekki meira metin en svo, að það eru bara orðin tóm?
Kveðja - G.Helga Ingadóttir
P.S. Hef ekki fengið nein svör, hvorki frá Þórdísi eða Bjarna Ben, en ég sendi á hann líka
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.