14.1.2022 | 18:37
Út að ganga, ræktin, næra sig rétt og sofa vel, en samt eru þyngslin undirliggjandi!
Þetta ástand bæði hér heima á Íslandi og um veröld víða, vegna Covid og sóttvarnaaðgerða í heiminum, er virkilega farið að taka sinn toll. Það sem hrellir mig þó hvað mest eru sóttvarnaraðgerðir, sem að mér finnast ekki vera að skila neinu nema ótta og kvíða, sem og samfélagslegu hruni, bæði félagslegu og fjárhagslegu.
Það ber ekki öllum saman um hversu hættuleg þessi veira er, það virðist sem hún sé að breytast í frekar sakleysislega pesti, hjá stærstum hópi þeirra sem eiga að bera veiruna í sér, samkvæmt mælingum. Það er sem sagt bannað í dag að fá pest, því þá verður maður að fara í einangrun frá öðru fólki.
Því er verið að eyða tíma og fjármunum í öll þessi test og það eru sko engar smá upphæðir, frekar en að nota þá í að leysa vanda heilbrigðiskerfisins og Landsspítalans. Veirunni verður ekki útrýmt, það hefur vissulega sýnt sig.
Ég sem ríkisborgari þessa lands finnst verið að skerða mín réttindi meir og meir, með hverjum deginum sem að líður, en rökin fyrir því eru míglek í meira lagi. Hömlur virðast vera settar hamlanna vegna, en ekki fyrir mig, ekki fyrir okkur almenning, ofurstjórnun sem t.d. er í gangi í Ástralíu, hugnast jafnvel mörgum hér á landi, sem að eru ekki mínir skoðanabræður.
Að búa til fallegu og ljótu börnin hennar Evu, bólusettir og óbólusettir. Fólki finnst það bara í lagi að neyða fólk í bólusetningar með tilraunalyfjum, þar sem að lyfjafyrirtækin eru án allrar ábyrgðar. Sjálf er ég bólusett með slíkum lyfjum, tók þá ákvörðun, þar sem að loforð voru gefin um að þá færi lífið aftur í eðlilegar skorður, þegar að búið væri að bólusetja u.þ.b. 70% þjóðarinnar. En svo er nú ekki og þeir fullorðnu einstaklingar sem að eru óbólusettir eru gerðir ábyrgir, ekki þetta tilraunabóluefni sem er ekki að virka eins og vonir stóðu til, en samt á að neyða fólk í að láta dæla meiru af því í sig, þar sem að bólusetningarpassinn minn eftir tvær sprautur er nú orðinn úrheldur.
Er það virkilega svo að menn láti bara leiða sig áfram án allrar gagnrýni, án þess að spyrja spurninga og án þess að sýnilegur árangur sé af þessum sprautum, eins og lagt var upp með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)