Er SAF ekki að gagnast einyrkjum og litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu?

Nú á dögunum, seint í september 2020 varð til grúppa á Facebook, þar sem að einyrkjar og smærri fyrirtæki í ferðaþjónustunni söfnuðust inn í. Á ekki löngum tíma taldi grúppan yfir 300 einyrkja og fyrirtæki. Maður spyr sig hvort óánægja sé hjá þessum aðilum með yfirlýsingar SAF um aðgerðir Stjórnvalda til handa ferðaþjónustunnar, en SAF hafði lýst því yfir í sumar að þær hefðu gagnast flestum fyrirtækjum innan greinarinnar vel, en er það svo?

Fyrir grúppunni fara 3 einstaklingar og hafa þau unnið ötullega að því að kalla eftir tillögum frá meðlimum grúppunnar, hvað þeir vilji koma á framfæri við stjórnvöld, sem myndi gagnast þessum aðilum betur, því að staðreyndin er sú, þrátt fyrir ánægju SAF með aðgerðirnar, þá gagnast þær illa, eða bara alls ekki þessum litlu aðilum, sem eru þó u.þ.b. 85% af allri ferðaþjónustu á Íslandi. 

Ég get ekki betur séð en að SAF hafi sofið á vaktinni gagnvart þessum einstaklingum og fyrirtækjum, en einbeitt sér að risunum á markaði, sem að nóta bene Lífeyrissjóðirnir eiga stóran, ef ekki stærstan hluta í. Það vekur furðu mína, að þessi risafyrirtæki, sem að hafa geta greitt hluthöfum sínum miljarða í arð og eiga mikið eigið fé, hafi þurft svona mikinn stuðning og tekið stærstan hluta að þeirri upphæð sem að ætluð er til stuðnings atvinnulífinu. 

Menn geta jú fært fyrir því rök að Stjórnvöld verði að gæta jafnræðis í sínum aðgerðum gagnvart atvinnulífinu, er er þetta jafnræði? Reglurnar sem smíðaðar hafa verið í kring um aðgerðir Stjórnvalda gera þessum stóru fyrirtækjum mjög auðvelt að sækja í stuðninginn, en hamla hins vegar litlu aðilunum að sama skapi.

Það jákvæða í þessu öllu er þó það, að nú í byrjun desember voru þeir sem fara fyrir grúppunni kallaðar á fund hjá Efnahags-og Viðskiptanefnd til að kynna sínar tillögur fyrir nefndinni og virtist vera vilji til að heyra þær breytingatillögur sem að grúppan leggur til, í sambandi við væntanlega tekjufallsstyrki og síðan viðspyrnustyrkina. tilögur 1  og Minnisblað lagt fyrir Efnahags-og Viðskiptanefnd

Ég bíð því spennt að sjá hvernig breytingarnar munu gagnast litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum þegar að opnast fyrir umsóknirnar þann 17.des. Vonandi hafa þeir verið lagaðir að þörfum sem flestra sem eru starfandi í þessari mikilvægu grein "ferðaþjónustunni" sem að bjargaði Íslandi upp úr síðustu kreppu og hver veit nema sú verði raunin aftur, þegar að heimurinn opnast. 


KPMG gerir fjárhagsgreiningu á stöðu ferðaþjónustunnar í árslok 2019

Það kemur fram í greiningu KPMG að ferðaþjónustan er búin að vera að takast á við sveiflur í gjaldmiðli, sem og önnur áföll á sama tíma og ferðaþjónustuiðnaðurinn hefur farið stækkandi sem atvinnugrein á Íslandi. Íslendingar eru mjög háðir þessari ört vaxandi atvinnugrein, mun meira en menn gerðu sér grein fyrir, ef að horft er til nágrannaríkjanna. Við erum svo fámenn þjóð, að ein og sér getum við illa haldið upp samkeppnishæfri verslun við aðrar þjóðir. Í því ljósi er ferðaþjónustuiðnaðurinn okkur mjög mikilvægur og stór þáttur í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. 

Það er ánægjulegt að nú á haustdögum virðist vera sem svo að við sem rekum ferðaþjónustufyrirtæki, séum loksins heyrð á hinu háa Alþingi og er það vel. Við erum að verða örlítið bjartsýnni, þar sem að samtal er loksins farið að eiga sér stað, sem og hönnun aðgerða til stuðnings greininni, sem að er þó ekki að fullu lokið.

Eins vekur koma bóluefnis vissulega von um betri tíð og bata í heiminum öllum, von um að geta flogið um háloftin og upplifað kultúr mismunandi landa og heimssvæða. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband