Heimilismenn búinir að fá 3ja skammtinn af bóluefni - en eru samt fangar

Þrátt fyrir að vera búin að fá örvunarskammtinn gegn Covid eru reglur inni á dvalarheimilum aldraðra svo stífar að meira frelsi er á Litla Hrauni.

Bréf til aðstandanda

Kæru aðstandendur

Við viljum ítreka fyrri sendingu til ykkar um reglur sem eru í gildi hér á Lundi vegna ástandsins í samfélaginu sökum Covid.

 Allir gestir eru beðnir um:

1. Að spritta sig við komu í hús

2. að bera grímu á meðan á dvöl stendur

3. að dvelja eingöngu á herbergi heimilismanns á meðan á heimsókn stendur

4. að staldra ekki við á göngum og tala við starfsfólk heldur hringja í okkur

5. að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum

6. að fara ekki með íbúa af heimilinu

 Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir:

Eru í sóttkví eða smitgát.

Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku).

Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).

Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um.

Þessar reglur eru til þess gerðar að vernda íbúa okkar fyrir smiti

 

Jú jú reglurnar eru til að vermda íbúa gegn smiti, en til hvers er þá bólusetningin og örvunarskammturinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Guðlaun.

Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2021 kl. 15:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vonandi fer þessu að ljúka það býr engin þjóð við svona til langframa. Var ekki forsætisráðherra að taka undir þau sjálfssögðu mannréttindi þeirra sem hugnast ekki breyttar áherslur stjórnvalda; að opinbera óánægju sína með þær. 
 Hvað er eðlilegra en að syrja eins og síðuhafi;Til hvers eru þá bólusetningin og örvunarskammturinn.   

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2021 kl. 01:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrett>-Spyrja-eins og síðuhafi!

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2021 kl. 01:04

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta er búið að standa yfir í tæp tvö ár núna, er fólk ekkert farið að spyrja sjálft sig til hvers allar þessar "bólusetningar" séu?

Og er fólk tilbúið að hlaupa í fleiri sprautur þegar einhver "ný afbrigði" munu spretta upp?

Kristín Inga Þormar, 9.12.2021 kl. 10:15

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég les að það sé frelsi að vera í fangelsi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.12.2021 kl. 12:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er auðvitað ekki heilbrigt. Alveg saman hversu oft þetta blessaða fólk er sprautað, það breytir engu um hræðsluna.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2021 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband