Birgir Þórarinsson hleypur úr vinnu sem að kjósendur útveguðu honum - en heldur samt fullum réttindum og launum

 Jú - þetta eru svik við kjósendur. Þetta er ekki alveg sami gjörningurinn þegar að tveir úr Flokki fólksins voru reknir úr þeim flokki og sátu fyrst um sinn flokkslausir inni á þingi - áður en þeir gengu svo til liðs við Miðflokkinn, sem að jú bauð þá velkomna og má vel vera að það hafi verið umdeilt.

Hins vegar er þingmaður sem að kemst inn á þing í gegn um ákveðinn flokk í vinnu hjá þjóðinni og á hinum almenna vinnumarkaði er það þannig, að ef að einhver er rekinn úr vinnu, þá ber atvinnurekendanum að borga uppsagnarfrest, nema sannast hafi lögbrot, t.d. þjófnaður eða þannig. En ef þú segir sjálfur upp þá fyrirgerirðu hluta af þínum réttindum ef ekki öllum og ert jafnvel í skuld við atvinnurekendann, ef að viðkomandi gengur út og skilur við sig með allt í ólestri. Þú getur ekki sagt upp og fengið uppsagnarfrestinn borgaðan, nema að vinna hann. Eftir því sem að ábyrgðin er meiri á viðkomandi sem að hleypur úr starfi, er mögulegt að draga laun af viðkomandi.

Hvernig má það vera að maður sem að fær 2 miljónir á mánuði, ef að það er rétt sem að Inga Sæland segir um kaup og kjör alþingismanna, geti bara haldið sínum kjörum, þegar að hann ákveður sjálfur að hætta að vinna fyrir þann flokk sem að hann fer inn á alþingi fyrir og það korteri eftir kosningar. Ég sem kjósandi Miðflokksins vil fá að kjósa aftur. Það er greinilega eitthvað mikið að okkar kosningakerfi og þetta er skrumskæling á lýðræðinu að menn geti bara gert svona og komist upp með það. 

Þetta hafa alþingismenn stundað lengi, svokallaðir flokkaflakkara, en aldrei samt svona stuttu eftir kosningar. Kjósendur eru einfaldlega misnotaðir og það virðist bara vera löglegt, en siðlaust er það. Það þarf að setja reglur um hvernig alþingismenn geta hætt störfum fyrir þann flokk sem þeir eru kosnir á þing fyrir. Þetta á ekki að vera einhver hentistefna þeirra sem á alþingi sitja. Að menn geti farið með ábyrgð sína eftir hvernig þeir fóru fram úr að morgni dags og leið bara þannig að núna ætluðu þeir að fara að vinna fyrir annan flokk á alþingi, en með umboð frá kjósendum um vinnu í ákveðnum flokki. Almenningur á betra skilið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband